Frelsi til fiskveiða með handfærum, ógnar ekki fiskistofnunum.

Landssamband útgerðarmanna hefur jafnan hafið upp kórsöng eftir tilkomu núverandi kvótakerfis sjávarútvegs þess efnis að smábátar og veiðar þeirra ógni fiskistofnum. Þarna er á ferð hagsmunavarsla gagnvart því að fleiri en þeir sem teljast núverandi handhafar heimilda til veiða á Íslandsmiðum ( sem eru of fáir ) missi ekki spón úr aski sínum. Raunin er sú að frelsi til veiða til handa einyrkja í trilluútgerð með tvær handfærarúllur sem veiðarfæri í sínum bát í sjósókn við Ísland mun aldrei ógna stærð fiskistofna. Fyrir það fyrsta hamla veður sjóferðum báta af þessari stærð og fjöldi sóknardaga takmarkast af þeirri ástæðu, en í öðru lagi er það svo að á handfærin bítur fiskur, eða bítur ekki, öðru máli gegnir um netaveiðar hvers konar og afli því í samræmi við það.  Frelsi einyrkja til sjósóknar hér á landi með handfæri er því fáránlegt að hefta og til þess liggja engin haldbær rök í raun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu.kv.

Georg Eiður Arnarson, 4.4.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband