Baráttan fyrir byggðunum heldur áfram.

Einstaklingsfrelsi til athafna er forsenda eðlilegrar framþróunar en það hið sama frelsi hefur verið heft í hinum gömlu atvinnugreinum okkar Íslendinga sjávarútvegi og landbúnaði með kvótakerfum beggja atvinnugreina. Nýliðun er engin sökum þess að einblýnt hefur verið á stórar einingar einungis í stað smærri eininga samhliða. Hinum óhóflega hamagangi okkar Íslendinga eru sjaldnast takmörk sett og venjulega þurfum við að bakka út úr hinum bröttu áformum sem að hluta til orsaka eða hafa orsakað skort á sveigjanleika ellegar einhliða áhorfi á skammtímahagkvæmni. Frjálslyndi flokkurinn hefur meðal annars lagt það til að teknir verði upp búsetustyrkir í stað beinna framleiðslustyrkja í landbúnaði sem aftur flokkast undir forsendur sjálfbærrar þróunar. Kvótakerfi sjávarútvegs þarf að breyta og betrumbæta til þess að koma á atvinnufrelsi hvers Íslendings til sjósóknar að nýju, fyrir því hefur flokkurinn barist frá upphafi og mun berjast áfram.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband