Sú þjóð sem ekki sinnir öldruðum, þarf að staldra við.

Hið afar slaka skattkerfi sem til staðar er í skipulaginu eins og það er gerir það að verkum að niðurnjörva aðstæður aldraðra sem ekki eru lengur hluti af vinnumarkaði og því ekki þrýstihópur sem slíkur, í verulega slæmar aðstæður sums staðar þar sem ekki er til staðar að greitt hafi verið í lífeyrissjóði. Það er skammarlegt að sú miðaldra kynslóð sem nú ríkir í landinu skuli ekki hafa látið sig þessi mál varða svo nokkru nemi og nýjasti skandallinn er sá að Framkvæmdasjóður aldraðra sem við höfum greitt skatta til í mörg herrans ár hefur ekki verið notaður til þess að þjóna sínum lögbundna tilgangi sem er að byggja upp öldrunarstofnanir. Svo koma allir af fjöllum að þjónustu skorti, hver um annan þveran. Þetta eitt hefði átt að vera nægileg ástæða til þess að núverandi ríkisstjórn hefði sagt af sér í raun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband