Hástemmdar yfirlýsingar annarra flokka um innflytjendamál.

Með ólíkindum er að stjórnmálaflokkar hér á landi skuli þess virkilega ekki umkomnir nú árið 2007 að ræða málefni innflytjenda allir nema Frjálslyndi flokkurinn. Forystumenn hinna flokkanna hafa það eitt til þessarrar umræðu að leggja að " það þurfi ekki að ræða þessi mál "  " hér sé ekkert að " og " umræðan sé ógeðfelld " " engin vandamál " ...... " Frjálslyndir séu bara að veiða atkvæði " . Með öðrum orðum gæta þess vandlega að festa ekki fingur á umræðunni. Það mætti halda að við værum ekki í Evrópu eða værum hluti af samstarfi millum Norðurlandaþjóða á stundum sem þessum. Það skyldi þó aldrei vera að fyrst yrði að verða til vandamál hér á landi til þess að gömlu flokkarnir geti rætt um hlutina, í stað þess að huga að því að koma í veg fyrir þau hin sömu mögulegu vandamál með fyrirbyggjandi aðgerðum í tíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég er samála þér. Það þarf að ræða þetta. Bara ekkiá þeim nótum sem Jón Magnússon gefur. Það er of... þú veist.

Hlynur Jón Michelsen, 3.4.2007 kl. 01:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hlynur.

Veit nú ekki hvað þú ert að tala um því í mörg ár hefi ég kallað eftir umræðu stjórnmálaflokka um innflytjendamál sem enginn hefur verið en Jón Magnússon er vel að sér í þeim málum eins og flestum öðrum þjóðfélagsmálum, sama máli gildir um Magnús Þór, Guðjón Arnar og Sigurjón Þórðarson, Grétar Mar Jónsson og Kolbrúnu Stefánsdóttur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband