Skattlagning ríkisstjórnarflokkanna á lágtekjufólk er skömm.

Það er alveg sama hve margir hafa komið fram og bent á offar ráðamanna í skatttöku á lágtekjufólk, núverandi ráðamenn hafa skellt við skollaeyrum, gagnvart þeim ábendingum. Afleiðing þeirrar hinnar sömu skattöku  er meðal annars sú að fólk lifir ekki af laununum út mánuðinn, og heimilin auka skuldir með töku rándýrra yfirdráttarlána í bönkum. Lágtekjufólk á Íslandi hefur því ekki verið í veislu undanfarinn áratug , eins og fjármálaráðherrann ræddi um í þinglok,  því fer svo fjarri. Það er hins vegar stór munur á því að vera alltaf í veislu eða að geta séð fyrir sér með þokkalegu móti sem þáttakandi í voru samfélagi ásamt því að greiða skatta og skyldur í eðlilegu samræmi við tekjur og aðra skattöku í landinu. Það hefur þessi ríkisstjórn ekki komið auga á sem hluta af velferð og þess vegna þarf að gefa þeirri hinni sömu frí frá valdataumum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband