Kosning um deiliskipulag hér á morgun.

Það er best að muna eftir því að fara að kjósa hér í Hafnarfirði á morgun því nú fáum við notið íbúalýðræðis í formi þess að kjósa um deiliskipulag í bænum sem hefur vaxið og vaxið og vaxið með skipulagningu nýrra íbúðahverfa út um allt, undanfarin ár. Hugsið ykkur hvað það hefur tekið langan tíma að þróa íbúalýðræðið, en nú er það komið og við fáum væntanlega að kjósa um deiliskipulag framvegis. Það væri ekki ónýtt ef slíkt íbúalýðræði væri virkt víðar svo sem varðandi það atriði hvort íbúar væru því fylgjandi að aflaheimildir í sjávarútvegi færu á brott sem pappír á blaði millum útgerðaraðila hér og þar á landinu. Einu sinni er allt fyrst segir máltækið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að þið fellið stækkun. Kveðja frá Ísafirði.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Já, vonandi að stækkun verði felld.

Halldór Sigurðsson, 31.3.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

 Vonandi verður aldrei mikið atvinnuleisi hjá ikkur.

Georg Eiður Arnarson, 31.3.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband