Hefur L.Í.Ú. bara engar áhyggjur af helmingi minni þorskstofni ?

Það er alveg hreint stórmerkilegt að hagsmunasamtök núverandi útgerðarmanna hér á landi skuli ekki sjálfir ræða þá stöðu sem varðar helmingi minni þorsk af Íslandsmiðum en við upptöku núverandi kvótakerfis sjávarútvegs. Í fyrsta kafla laganna um stjórn fiskveiða kemur nefnilega fram að tilgangur laganna er að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins. Útgerðarmenn eru handhafar veiðiheimilda við úthlutun frá fiskveiðiári til fiskveiðiárs og hljóta að hafa áhyggjur af því ef verðmesti fiskistofninn minnkar frá ári til árs. ER ábyrgðinni kanski vísað á stjórnvöld og ráðgjafa Hafrannsóknastofnunar ? Nýjustu rannsóknir benda til þess að það séu margir þorskstofnar á Íslandsmiðum, ekki einn stofn, hvað hefur LÍÚ um það mál að segja ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

LÍjúgarar tóku snemma í friðunarferlinu ákvörðun um að setja málið í hendur Hafró og tóku síðan Hafró yfir og síðan er engu mótmælt sem þaðan kemur, hvað sem þversagnirnar eru margar...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hafsteinn.

Það er þó mikið rétt að þversagnirnar eru margar, allt of margar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.3.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband