Lokasjónleikur núverandi ríkistjórnarflokka við valdatauma ?

Að þykjast er ekki góð aðferð einkum og lagi í stjórnmálum, og það atrði sem sett var á svið af Framsóknarmönnum, varðandi kröfu um loðið ákvæði í stjórnarskrá með hótun um ríkisstjórnarslit ella, mistókst en auðvitað hafði samstarfsflokkurinn áður dansað með dellunni, en varð að lúta í lægra haldi og draga málð til baka. Í upphafi skyldi endirinn skoða og sú málamyndavelferð sem núverandi flokkar í stjórn hafa reynt að mála fyrir landsmenn, er í anda þessa upphlaups. Með öðrum orðum til málamynda. " Góðærið " varð til dæmis til þegar nýlega hafði verið lögleitt framsalsbrask með óveiddan fisk á þurru landi, en það hið sama " góðæri " heimsótti ekki aldraða, barnafólk eða öryrkja, því fer fjarri, það fór annað.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Í stjórnarskrá málinu öllu, opinberuðu spunameistarar framsókn hversu mikil auli Jón sálugi Sigurðson er.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 03:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er í raun og veru svolítið spaugilegt í ljósi þess að þeir Geir og Jón eru að reyna að klína þessu á stjórnarandstöðuna.  Og halda í alvöru að almenningur kaupi það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband