Fjárfestingagleði í formi steinsteypu ?

Ég ákvað nú síðasta sumar að stytta mér leið úr Hafnarfirði austur á leið og fara Vífilsstaðaleiðina þaðan í Vatnsendahverfi sem sennilega ár var síðan að ég hafði farið áður. Hafi einhver orðið undrandi við það atriði að lenda inn í heilu hverfi nýuppbyggðu allt í einu´, þá var það ég. Ég hreinlega villtist, ætlaði ekki að finna leiðina út úr gráu steinsteypuflóði sem var mér framandi. Sonur minn lóðsaði mig þó rétta leið, þannig að för var áfram haldið. Undrunin sat hins vegar eftir hjá mér , hvernig gat það farið framhjá manni að nær heilt íbúðahverfi risi upp eins og gorkúla ? Hver á að búa í öllum þessum húsum ??? Er Ísland að verða að borgríki ? Í þágu hverra þá eiginlega ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband