Frjálslyndi flokkurinn þorir að stíga á bremsur þar sem þess er þörf.
Laugardagur, 17. mars 2007
Það er engin tilviljun að Frjálslyndi flokkurinn gangi erinda þeirra sem eiga undir högg að sækja sökum ýmis óréttlætis í stjórnarathöfnum undanfariinna missera, því þjóðinni hefur verið skipt upp í hópa í tíð núverandi ríkisstjórnar , hópa ríkra og fátækra sem allsendis hefði ekki þurft að koma til sögu einfaldlega ef önnur skipan mála hefði verið viðhöfð. Hvorki óréttlæti kvótakerfis sjávarútvegs hefur enn tekist að eygja sýn á né heldur það atriði að stórir hópar þegnanna hafa verið gerðir að galeiðuþrælum skattpíningar, þar með talið fólki á efri árum sem lokið hefur sínu ævistarfi sem og ungu fólki sem illa eða ekki er fært að skapa sér afkomu eða kaupa sér íbúðarhúsnæði yfir sig og sína í gegndarlausu markaðskapphlaupi fjármálamarkaðar , þenslu , hárra vaxta og verðtryggingar fjárskuldbindinga. Í raun og veru liggur " fiskur undir steini " gagnvart því ástandi sem uppi er og lögleiðing verslunaumsýslu manna á milli með óveiddan fisk landshluta milli á grundvelli þriggja ára veiðireynslu viðkomandi án gjaldtöku hins opinbera af athöfn sem þessari , er voru og verða mistök á mistök ofan sem þarf að axla og viðurkenna svo hægt sé að vinna úr til handa einu þjóðfélagi.
Aumlegar yfirklórstilraunir ríkisstjórnarflokkanna til þess að setja plástur á vandann fóru út um þúfur við málamyndasjónleikinn " þjóðareign í stjórnarskra " .
Það þarf að gefa Íslendingum aftur frelsi til þess að sækja sér björg í bú til sjávar, og sveita í stað þess að hefta það frelsi með öllum ráðum í hvarvetna og flykkja atvinnulausu fólki á mölina.
Baráttan fyrir byggðunum heldur því áfram því slík barátta er þjóðarheildinni til hagsbóta.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein , sammála.
Georg Eiður Arnarson, 17.3.2007 kl. 13:16
Já þjóðin þarf að vakna til vitundar um það sem skiptir máli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.