Tennur og augu, hluti mannslíkamans ?

Tannheilsa og augnheilsa virðist ekki samkvæmt íslenzkri skilgeiningu innihalda þjónustu almannatryggingakerfisins, hvað varðar niðurgreiðslur af skattfé og stórmerkilegt að Lýðheilsustöð skuli ekki enn hafa hrópað hátt á torgum varðandi þetta atriði ef sú stofnun skal standa vörð um lýðheilsu. Mér best vitanlega hefur hvorki nærsýni né fjærsýni hingað til mögulega geta flokkast sem áunnir sjúkdómar, þótt slæmri tannhirðu sé hægt að kenna um tannsjúkdóma. Svo er um fleiri tegundir sjúkdóma svo sem offitu þar sem orsökin er alla jafna ofát og kann að leiða af sér sykursýki, og álag á stoðkerfi líkamans ýmis konar , sem aftur framkalla kann hina ýmsu sjúkdóma sem þarf að lækna. Sykursýki, kransæðasjúkdómar, og ýmsir aðrir kvillar innihalda viðurkenningu varðandi það atriði að vera innan almannatryggingakerfis við lýði þótt rekja megi til þátta sem eru áunnir að hluta til, en tannheilsa og augnsjúkdómar hafa verið afgreiddir sem ónauðsynlegir hlutar líkamans hvað varðar niðurgreiðslur almannatrygginga árum saman, eins vitlaust og það nú er.

Það er í raun merkilegt að menntun skuli innihalda tannlækningar á Háskólastigi í ljósi þessa.

Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem taka þarf taki í íslenzku samfélagi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Tannlækningar hafa verið niðurgreiddar að einhverju leiti til barna, en slíku hefur ekki verið til að dreifa  hvað viðkemur sjóninni. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.3.2007 kl. 02:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ester.

Hver og einn einasti sjúkdómur mannslíkamans á að njóta jafnræðis hvað varðar skilgreiningu og flokkun um þáttöku almannatrygginga til greiðsluþáttöku að ákveðnu marki. Að fólk með augnsjúkdóma megi éta það sem úti frýs er fáránlegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2007 kl. 02:41

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kostnaðarþáttöku almannatrygginga hvað varðar tannheilsu hefur verið ýtt til hliðar án vitundar alþingismanna gagnvart því hinu sama enda þingið ekki enn treyst sér í heildarendurskoðun frumskógi almannatryggingakerfisins sem þó er var fyrir áratug tímabært mál.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2007 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband