Akkorðsvinnan á Alþingi.

Þingmenn að hamast við að fara gegn um allt of marga málaflokka á allt of stuttum tíma, þar sem stjórnarmeirihluti hefur valið þau mál sem þar skuli flokkuð til forgangsröðunar og afgreiðslu. Ég sé ekki betur en að táknmálsfrumvarpið hafi til dæmis ekki hlotið forgang en nú er verið að þrefa um Náttúruminjasafn í þessum töluðum orðum. Óttalega er það nú aumlegt að ekki skuli hafa verið hægt að afgreiða frumvarp um táknmál til handa heyrnarlausum, af hálfu núverandi ríkisstjórnarflokka en svona er það lýðræðið og forgangsröðun mála sem og hið pólítíska sjónleikjaspil sem núverandi ríkistjórnarflokkar hófu við tilraun til breytinga á stjórnarskránni þar sem óréttlætið og mestu mistök allrar síðustu aldar virtist eiga að fegra með nokkrum orðum í stjórnarskrá til skreytinga. Þessi ríkisstjórn þarf frí, hún er valdþreytt svo valdþreytt að nú kennir hún stjórnaraðstöðunni um eigin ómögulega aðferðafræði sem hrakin var til baka af lögspekingum.

kv.gmaria.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sammála, það er erfitt að tilheyra þeim hópi fólks sem á við tjáskiptaörðuleika að stríða. við eigum erfitt með að setja okkur í þeirra spor.

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.3.2007 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband