Efnahagsmálaumhverfið þarfnast umhverfismats.

Sem bóndadóttur úr sveit hefði mér ekki þótt það góð lexía að hleypa bústofni út á akra , nautgripum með horn og hala til dæmis , án þess að til staðar væri afmarkað svæði afgirt sérstaklega til hýsingar. Hér á landi varð til hlutabréfamarkaður allt í einu , þar sem fjárfestar hver um annan þveran nær tróðust undir í aðkomu að slíku, án þess þó að til staðar væri ýkja fullkomin löggjöf um markað og samkeppnisumhverfi sem aftur hefur leitt hvað af sér ? Jú frumskógarlögmál og einokun þar sem þeir fjársterkustu ná einokunaraðstöðu í fákeppnismarkaði, með einstökum skilyrðum þar að lútandi. Hið opinbera , stjórnvöld gátu ekki á sér setið meðan slíkur markaður fengi að þróast um stund hvað varðar það atriði að einkavæða allt í einu rikisbanka , símaþjónustu, samgöngur osfrv. með tilheyrandi aðkomu fjársterkra aðila örfárra eðli máls samkvæmt í fámennu landi, þar sem landsmenn einnig hinir fáu máttu gjöra svo vel að borga fyrir þá hina sömu " markaðsþróun " í formi hærri vaxta og verðlags almennt í landinu svo fyrirtækin gætu tekið þátt í markaðslögmálum undir formerkjum hins meinta frelsis. Frelsi þurfa hins vegar að finnast mörk í upphafi því annars fáum við ekki notið þess og það kann að snúast í öndverðu sína ef þau hin sömu mörk skortir í upphafi. Sala ríkisbanka án þess að afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga fylgi þar með samtímis er einn skandall af mörgum en all þýðingarmikill fyrir vora þjóð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband