Tryggingafélög og persónuupplýsingar.

Tryggingar eru áhætta og menn greiða gjald , iðgjald til tryggingafélaga til þess að reyna að tryggja sig. Innreið félaga þessara hér á landi í sjúkdómatryggingar er eitthvað sem virðist hafa nær sjálfkrafa heimilað þeim hinum sömu aðgengi í all mikið magn heilsufarsupplýsinga um viðkomandi tryggingartaka. Afskaplega fróðlegt væri í þessu sambandi að fá eitthvað yfirlit yfir inn og útgreiðslur fjármuna í formi iðgjalda og útgreiðslur í formi tryggingabóta þ.e. hve miklum tilgangi tryggingasstarfssemi sem þessi þjónar. Oftar en ekki lenda deilumál um bætur af hálfu félaga fyrir dómsstólum þar sem félögin virðast firra sig bótaskyldu. Aukin réttur tryggingafélaga í upplýsingasöfnun hvers konar er eitthvað sem ég sannarlega tel ekki þörf fyrir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband