Að standa vörð um menningu þjóðar á hjara veraldar.
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Hvað er menning ? Mín skilgreining er sú að það er líf fólks í landinu fyrr og nú , tungumálið og sérstaða sú er gerir íslensku þjóðina að þjóð á hverjum tíma. Góð grunnmenntun og læsi íslensku þjóðarinnar gerir það að verkum að við erum þess umkomin að tileinka okkur þekkingu og nema fræði á hinum ýmsu sviðum sérhæfingar hvers konar til frekari framþróunar þjóðfélags í mótun. Ókostur eða kanski löstur lestrarmenningarinnar kann hins vegar að vera sú að við höfum lengi iðkað það að setja ný lög og heila lagabálka án þess þó að taka aðra og eldri úr notkun samtímis sem aftur gerir það að verkum að við eigum sennilega starfandi hvað flesta lögfræðinga í voru landi miðað við höfðatölu til þess að túkla og teygja orðanna hljóðan í lagabálkunum fram og til baka fyrir dómstólum í deiluefnum. Nýjasta dæmið er tilraun núverandi ríkisstjórnarflokka til þess að setja að virðist merkingarlaust ákvæði sjálfa stjórnarskrá landsins þar sem orðanna hljóðan og þýðing er enn og aftur deiluefni lögspekinganna hvað varðar þýðingu þess hins sama. Íslenzkt mál er nefnilega auðugt af orðaforða sem er yndisleg birtingamynd í formi ljóða og kveðskapar ýmis konar sem og bókmennta almennt. Til þess að við Íslendingar getum gefið nýjum íbúum þessa lands möguleika til þess að þekkja okkar menningu þá verðum við að geta aðstoðað þá hina sömu við að nema íslenskt mál. Það er og verður frumforsenda þáttöku fólks af erlendu bergi brotnu í menningu fólks í landinu fyrr og síðar og til þess hvoru tveggja þurfum við og verðum að verja nauðsynlegum fjármunum.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála .
Georg Eiður Arnarson, 15.3.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.