Evrópusambandið og sjálfsákvarðanaréttur.

Það atriði að ein þjóð hafi í sínum höndum ákvarðanarétt yfir eigin málum er spurning um sjálfstæði þjóðar. Óski Íslendingar inngöngu í ESB að sambandinu óbreyttu þýðir það hið sama að þjóðin afsalar sér yfirráðarétti yfir fiskveiðistjórnun í eigin landi. Það er því all óábyrgt hjal að ræða um inngöngu í Evrópusambandið og jafngildir því í raun að mönnum sé alveg sama þótt Íslendingar hafi ekki sjálfir yfir að ráða þeim 200 mílum sem þeir hinir sömu hafa háð þorskastríð til þess að verja. Það er hins vegar gjörólíkt að breyta um aðferðir í kerfi hér innan lands með baráttu þar að lútandi á sviði stjórnmála eða að tala fyrir því að við höfum ekki lengur neitt að segja um stjórnun fiskveiða í eigin landi með hugmyndum um inngöngu í ESB. Í mínum flokki eru skiptar skoðanir um aðild eins og sennilega einnig í öðrum flokkum en afstaða mín gagnvart þvi atriði að aðild að ESB sé ekki á dagskrá byggir á þvi atriði eftst á blaði að ég vil ekki sjá Íslendinga missa forræði yfir eigin fiskimiðum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu ,reinsla sjómanna í þeim löndum sem þegar eru komin í ESB ætti að vera okkur víti til varnaðar.

Georg Eiður Arnarson, 15.3.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Georg það er alveg rétt og þar er sorgleg þróun á ferð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband