Á hvaða stigi er framkvæmd Hátæknisjúkrahúss Íslendinga statt ?

Núverandi ríkisstjórn ákvað að verja fjármunum af sölu Símans til byggingar hátæknisjúkrahúss. Afskaplega lítið hefur farið fyrir því máli undanfarið og væri mjög fróðlegt að vita hvar og hverning sú skipulagslega framkvæmd er á vegi stödd í samráði við hlutaðeigandi aðila er starfa við heilbrigðisþjónustuna í landinu. Síðast þegar ég vissi var Alfreð Þorsteinsson Framsóknarforkólfur úr R-lista borgarmálavafstri við byggingu Orkuveituhússins formaður bygginganefndar. ER hann það enn eða hefur eitthvað breyst ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Maður hefur bara ekki heyrt orð af þessu nú nokkuð langan tíma.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.3.2007 kl. 02:46

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þetta verkefni hlítur að falla undir hið fræga orð sem þessi ríkisstjórn er frægust fyrir ,,,,,,,,frestað. 

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það hefur alla vega heyrst sérkennilega lítið af þessu verkefni upp á síðkastið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2007 kl. 00:36

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég er ekki alveg komin til með að sjá að þetta sé endilega rétta leiðin. Hef mínar efasemdir um það enn sem komið er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband