Það er enginn sátt um núverandi fiskveiðistjórnun á Íslandi.

Það er í raun stórfurðulegt að hér hafi tveir stjórnmálaflokkar setið við stjórnvöl landsins tvö kjörtímabil án þess að viðhafa nokkrar einustu breytingar á stórnkerfi fiskveiða hér við land þótt ágallar þessa kerfið bókstaflega hrópi á aðgerðir. Það hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn og ekki tekist að viðhalda atvinnu í byggðum landsins. Atvinnugreinin er skuldum hlaðin þrátt fyrir hjal um hagræðingu á hagræðingu ofan. Nýliðun er engin og nær ómöguleg á kerfisforsendunum sjálfum, sem við lýði eru framsali með aflaheimildir. Sjósókn og fiskveiðar eru hluti af menningarlegri tilvist íslensku þjóðarinnar um aldur og ævi í okkar landi frá örófi alda til dagsins í dag, og það atriði að örfáir útvaldir á einhverjum tímapunkti skuli þar hafa fengið handhafavald til eignaumsýslu og fénýtingar í eigin þágu er óásættanlegt með öllu. Fólkið í landinu mun ekki lýða slíkt skipulag mála og það er að ég tel alveg sama hverning núverandi stjórnvöld reyna að fara eins og köttur kring um heitan graut varðandi málamyndasjónleikjatilraunir hvers konar um ákvæði í stjórnarskrá varðandi núverandi nýtingu auðlinda sem eru fiskimiðin, þau hin sömu munu þurfa að sýna fram á vilja til breytinga á ágöllum sem fyrir eru, annað er aumt yfirklór.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband