Hvaða stjórnmálamenn standa vörð um gamla fólkið ?

Ég hef nokkuð leitað hér á blogginu að greinum frambjóðanda til þings um málefni aldraðra en ekki varla fundið orðastaf um þau mál sem svo endurspeglar það vitundarleysi sem til staðar er og hefur verið varðandi kjör þeirra sem ekki telst sérstakur hagsmunaþrýstihópur i samfélaginu. Fólkið sem kom okkur til manns kynslóðinni sem nú ríkir að vissu leyti í samfélagi allsnægta og lifað hefur tíma tvenna á ekki að þurfa að upplifa vanvirðingu og vitundarleysi gagnvart sinni tilveru á efri árum, slikt er skömm og aftur skömm. Það er OKKAR að standa vörð um þau sjálfsögðu mannréttindi að fólk hafi í sig og á og njóti nauðsynlegrar þjónustu samfélagsins á efri árum og því hinu sama þurfum VIÐ að berjast fyrir og standa vörð um. Við verðum líka gömul því skyldi ekki gleyma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

heyr heyr.

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband