Og enginn skilur neitt í stjórnarskrárbreytingunni, brilljant !

Hið háa Alþingi veit ekki hvert það er að fara, þingmönnum ber engann veginn saman um hvernig túlka ber þessar breytingar sem ríkisstjórnarflokkarnir telja svo mikið framfaraspor. Ákvæðið virðist vera opið í báða enda, og enginn veit hvort  einhver réttarfarsleg áhrif  muni verða að ræða vegna þessarra breytinga. Meira að segja stjórnarþingmönnum ber ekki saman um hver tilgangurinn sé , sumir telja að verið sé að tryggja að hefðarréttur festi sig ekki í sessi hjá til dæmis kvótaeigendum en aðrir telja að verið sé að tryggja eignarétt þeirra hinna sömu. Ákvæðið virðist ganga í austur og vestur og tilgangurinn afar illa sýnilegur enn sem komið er. Hvílíkt og annað eins sjónarspil.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Förðun og Make up fyrir Framsókn.  Munið! Skolist af með volgu vatni og rökum klút eftir kosningar. 

Sigurður Þórðarson, 13.3.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sammála.

Georg Eiður Arnarson, 13.3.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það má hins vegar segja það að Framsóknarmenn hafa séð til þess að koma umræðu um kvótakerfið efst á blað í komandi kosningum.

Það var afrek út af fyrir sig he he.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.3.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband