Konur eru menn.

Sú sjálfsagða krafa okkar kvenmanna þess efnis að fá sömu laun fyrir sömu vinnu er mannréttindamál ekki sérmál kvenna umfram karla því slík krafa byggist á samvinnu kynjanna eðli máls samkvæmt að því hinu sama marki. Hvers konar öfgahamagangur þess efnis að stilla kynjum upp sem andstæðum pólum hér og þar undir formerkjum alls konar stríðsyfirlýsinga eða ismaflokkunnar, gerir lítið annað en að ala á úlfúð millum kynjana sem er sannarlega það síðasta sem börnin þurfa á að halda í uppvextinum. Kynin munu nefnilega þurfa að vinna saman nú og í framtíðinni að hagsmunum þeirra er erfa skulu landið og því fyrr því betra sem slíkur samvinnugrundvöllur lýtur öðru en endalausu yfirlýsingaflóði og vælupólítik um konur þetta konur hitt, hér og þar alls staðar. Vælupóltíkin áorkar engu en konur geta lyft Grettistaki eins og karlmenn í sínum málum og annarra það hafa dæmin sýnt og sannað , allt spurning um aðferðafræðina.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

auðvitað eigadömur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu

Ólafur fannberg, 12.3.2007 kl. 08:06

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hvar værum við án konunar.

Georg Eiður Arnarson, 12.3.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband