Góð grunnþjónusta við heilbrigði og menntun, þýðir góða notkun skattpeninga.

Það "býr lengi að fyrstu gerð " segir máltækið og það eru orð að sönnu og hvort sem um er að ræða menntun eða leitun einstaklinga í þjónustu við heilbrigði þá skiptir það máli að sú þjónusta sem þar um ræðir sé góðum kostum búin. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin beindi þeim tilmælum til vestrænna þjóða fyrir nokkru síðan að efling grunnþjónustu hvers ríkis með tilliti til fjármuna í málaflokkinn hefði þýðingu þess efnis að þjóðir ættu aflögu fé í þróunaraðstoð þar sem neyð herjar á . Því miður hefur gengið of lítið í því efni að viðhafa aðgengi allra landsmanna að sínum heimilislækni sökum þess að þá hina sömu skortir sem fyrsta viðkomustig sjúklinga í heilbrigðiskerfið. Þar á kostnaður ekki að hamla leitan að mínu viti. Sama máli gegnir um góða grunnskóla, þar á að leggja í fjármuni því þar fer fram uppbygging til handa einstaklingum sem varir fyrir lifstíð og leggur grunninn að frekara námi og starfi til framtíðar. Samhæfing og samvinna aðila allra er koma að málum er grundvallaratriði um góða skipan mála.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband