Uppbygging öldrunarþjónustu , áætlanir takk.

Hin nýja tízka þess efnis að fresta hinum og þessum framkvæmdum með því að setja slíkt á dagskrá á fjárlög fram í tímann sem enn eru órædd og óákveðin heitir að humma málin fram af sér. Það er nauðsyn að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði krafðir skýringa á því hvers vegna hækkandi aldur þjóðarinnar hlutfallslega virðist koma á óvart hvað varðar framkvæmdir í þessum málaflokki. Ég ber ómælda virðingu fyrir því fólki sem kom mér til manns, og tel það skyldu mína að sjá til þess með öllum ráðum að aðhlynning og aðbúnaður fólks á efri árum sé voru þjóðfélagi sæmandi. Þrátt fyrir aukna fjölbreytni á hinum ýmsu sviðum í samfélaginu hefur ekki tekist að sinna þessum málaflokki sem skyldi svo sem með heimaþjónustu og búsetuúrræðum við hæfi hvers og eins. Skortur á sveigjanleika í niðurnjörvuðu kerfi laga og reglugerða ýmis konar gerir það að verkum að fólk er latt til vinnuþáttöku ef heilsa leyfir þótt þjóðfélagið ætti svo sannarlega að fagna því að fá sem lengst vinnuþáttöku fólks á efri árum. Hér er verkefni að vinna og núverandi stjórnvöld þurfa að útskýra hvers vegna þau hin sömu hafa ekki staðið sína pligt í þessu efni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband