Og Sjálfstæðismenn samþykkja að taka þátt í uppfærslu sjónleiks Framsóknarmanna, um nokkur orð í stjórnarskrá.

Það er með ólíkindum að stærsti stjórnmálaflokkurinn skuli lúta í lægra haldi fyrir smáflokki sem situr með honum við kjötkatlana nú um stundir , tíu mínútum fyrir kosningar þess efnis að taka þátt í sjónarspili þess efnis að setja ákvæði í stjórnarskrá er gera stjórnarskrána að markminna plaggi en ella. Markminna sökum þess að í gildi eru lög í landinu sem leyfa framsal og leigu á sameign þjóðarinnar í formi óveidds fiskjar úr sjó og nokkur orð í stjórnarskrá munu þar í engu breyta gildi þeirra hinna sömu laga. Sjaldan eða aldrei hefur annað eins sjónleikjaspil átt sér stað í íslenzkri pólítik , lítt til framdráttar þáttakendum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Er ekki refsivert að svífyrða og lítillækka stjórnarskrá Íslenzka lýðveldisins ? Mig minnir það !

Níels A. Ársælsson., 11.3.2007 kl. 01:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Níels.

Gott ef það eru ekki landráð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.3.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband