Markmið stjórnarsáttmálans " Að vinna markvisst gegn fíkniefnavandanum "....

Hefur náðst segir Tryggvi  Þór Herbertsson fyrrverandi ríkisstarfsmaður og forstjóri í ríkisstofnun, nei segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ. en Fréttablaðið setur já við spurninguna í krossaprófinu. Mjög sérstakt, því markviss vinnubrögð gegn fíkniefnavandanum ættu að felast í því að ungmenni sem teljast börn í neyslu þeim sé hægt að kippa út úr því hinu sama ferli eins og skot, og þá í lokuð framhaldsúrræði eftir neyðarvistun sé þess þörf. Slík úrræði eru EKKI TIL Í NÆGILEGA MIKLU MAGNI , hér á landi sem annar þörfinni. SÁÁ tekur við unglingum en sú meðferð er ekki í samstarfi við Barnaverndaryfirvöld og er EKKI lokuð, frekar en öll önnur barnaverndarúrræði í meðferðargeiranum utan EITT HEIMILI ÚTI Á LANDI með fá pláss. Foreldrar mega því hugsanlega ganga hring eftir hring í þessu ferli að kippa börnum úr neyslu , senda á Stuðla í neyðarvistun fá pláss á opnu meðferðarheimili sem barnið getur svo ef til vill útskrifað sig úr sama dag því þar er ekki um lokaða stofnun að ræða. Þetta heitir ekki að taka á vandamálinu meðan börn eru börn heldur kennir þeim að leika á kerfið og allt og alla og viðhafa ferli sem gengur hring eftir hring í þessum efnum.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband