Börn og aldraðir eru afgangsstærð þegar kemur að fjárveitingum.

Þjónusta við börn og aldraða á ekki að kosta neitt í voru samfélagi og endalaust skal róið á mið þess hóps sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér með verkföllum eða mótmælum að öðru leyti. Einstæðir foreldrar og öryrkjar róa á sama báti hins gengdarlausa ágangs tekjutengds skattkerfis sem ómögulegt virðist að endurskoða af hálfu stjórnvalda. Skattkerfis sem setur fólk í fátæktarfjötra og gerir það ekki einu sinni að verkum að þjónusta í samræmi við þarfir sé til staðar þrátt fyrir alla skattökuna af þessum tekjuhópum. Störf við uppeldi barna og umönnun aldraðra eru ekki verðmetin sem markaðslaunavinna heldur eins konar færibandastarfsmannavelta þar sem starfsreynsla og stbilitet hvers konar hefur að virðist engan mælikvarða af hálfu þeirra er þar hafa ráðið  ferð undanfarna áratugi. Gengdarlaus vinnuþáttaka foreldra frá börnum sínum til þess að komast af í skattkerfinu úteimtir hróp og köll á stofnanaþjónustu sem aftur þarf að kosta en má ekki kosta neitt. Á sama tíma er stórkostlegum fjármunum varið í sendiráð í Japan, og alls konar dinglumdangl með ferðalagatilstandi á ráðstefnur hér og þar um allan heim. Þetta á að heita virðing okkar fyrir æsku og elli.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband