LÖG sem ekki standast stjórnarskrá ?

Getur það verið að í gildi séu lög sem ekki standast stjórnarskrá og ef svo er hvers vegna í ósköpunum getur slíkt gerst ? Hvað veldur ? Hefur hver Íslendingur frelsi til atvinnu til dæmis í sjávarútvegi og landbúnaði eða hefur frelsið verið skert í útfærslu laga sem dómsstólar hafa enn ekki séð annmarka á . Kvótasetning á athafnarfrelsi manna undir formerkjum uppbyggingar fiskistofna við landið , þar sem takmarkað magn fiskjar í sæ var að virðist forsendan. Hefur tekist að byggja upp verðmesta fiskistofninn í kerfi þessu ? Svarið er nei og forsendurnar því allt að því óskiljanlegar , samt á ekki að endurskoða aðferðafræðina og nú er það nýjast einhvers konar friðþæging gagnvart þjóðinni að setja sameignarákvæði um auðlindir í stjórnarskrá , líkt og slíkt breyti vitlausri lagasetningu sjáflkrafa. Rétt eina ferðina enn á að henda ryki framan í almenning í landinu, rétt fyrir kosningar, með málamyndaleiksýningu sem þessari af hálfu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem fyrst og síðast bera ábyrgð á aðgerðaleysi og sofandahætti í þessum málaflokki þar sem nauðsynlegt endurmat á ekki að fara fram heldur skal þagað í hel.

Í þágu hverra ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það væri gaman að fá hrein svör um það hver tilgangurinn er með þessum aðgerðum, hvað það er sem verið er að breyta og hvering það skili sér til þjóðarinnar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.3.2007 kl. 02:54

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ester svo sannarlega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2007 kl. 02:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Hanna Birna, það máttu bóka ,maður er svona rétt að byrja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2007 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband