Barnavernd á náttúrulega ekki að kosta neitt, frekar en annað.

Hið opinbera er oftar en ekki svo pikkfast í því að spara og spara og spara að sparnaðurinn étur sjálfan sig upp. Þrátt fyrir stóraukinn fjölda mála per starfsmann við barnavernd hér á landi hefur starfsmönnum lítið sem ekki neitt fjölgað við úrlausn slíkra mála og yfirhlaðið starfsfólk, félagsráðgjafar í sveitarfélögum og sérstakir barnaverndarfulltrúar reyna af fremsta mætti að sinna hlutverki sínu. Þótt íbúum sveitarfélaga hafi stórfjölgað stendur starfsmannafjöldi í stað gegnum áratugi takk fyrir. Nú nýlega hefur forstjóri Barnaverndarstofu tjáð sig um þennan vanda og er það vel því hann er fyrir hendi og skammarlegur vitnisburður þess að þjóðfélag sem á nægilegan mannafla af vel menntuðu fólki til starfa er ekki nýttur í störf sem þjóðfélagið þarf á að halda undir formerkjum sparnaðar í launakostnaði.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég veit að það er afar margt í lamasessi í þessum málaflokki og undirrótin er skortur á fjármunum sem fyrst og síðast dúkkar upp þegar spurt er hví ekki séu úrræði til.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2007 kl. 01:50

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ráðamenn eiga að læra af mistökum fyrri ára, sem svo átakanlega hafa verið rifjaðar upp hér í þjóðfélaginu.  Vanda þarf til vinnubragða og fylgja vel eftir þeim einstaklingum sem verið er að liðsinna.  Börn er á okkar ábyrgð og eiga sín mannréttindi sem velferðakerfið á að tryggja meðal annars með skilvirkri barnavendaþjónustu.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.3.2007 kl. 02:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Að sjálfsögðu myndi maður ætla að auknum fjármunum hefði verið varið í samræmi við fólksfjölgun en sú er nú allsendis ekki raunin , því miður.

Börnin verða seint þrýstihópur sjálf.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2007 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband