Tilfærsla auðs og misskipting hófst með kvótakerfi sjávarútvegs.
Föstudagur, 9. mars 2007
Þegar einn góðan veðurdag verður til ákvörðun af hálfu Alþingis þess efnis að stimpla svo og svo mikið magn óveidds fiskjar úr sjó, sem hverja aðra viðskiptavöru manna á milli, gegn gjaldi komu til sögu Mestu mistök stjórnvalda á allri síðustu öld. Ákvörðun þessi var útskýrð " hagræðing " augnablik " hagræðing " í þágu hverra. Við lýði var nefnilega kerfi sem hafði verið tekið í notkun skömmu áður og kallast kvótakerfi þar sem handhafar kvóta voru þeir sem á þriggja ára tímabili veiddu mest á Íslandsmiðum um 1980, og bara þeir engir aðrir komu til sögu í framhaldinu þótt menn á því tímabili sem ötulir sæktu sjóinn og öfluðu vel hefðu óvart verið með skipin í slipp eða verið frá vegna veikinda þessi þrjú viðmiðunarár. Þetta heitir offar stjórnvaldsaðgerða sökum endurskoðunarleysis ákvarðanatöku er bitnar óréttlátlega á þegnunum. Því til viðbótar GLEYMDIST ég endurtek GLEYMDIST að setja gjaldtöku sérstaka við tilfærslu aflaheimilda/kvóta millum útgerða landshorna á milli, það bara gleymdist þið fyrirgefið öðru vísi er ekki hægt að líta á málið því engin heil brú er í því að eitt fyrirtæki hoppi á einni nóttu með alla atvinnu úr einu sjávarplássi því hvorki fólkið , eignir þess, þjónustumannvirki uppbyggð , höfn og allt saman fer ekki samtímis með þeirri fjárumsýslu óveidds fiskjar millum aðila á sömu stundu. Hefði fyrirtækjum verið gert að greiða gjald fyrir gjörðina hefði málið litið öðru vísi út en það var ekki gert , það gleymdist.
Þess vegna hafa öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurft að hækka útsvar í topp, þess vegna hefur ekki verið hægt að lækka tekjuskatt á tekjur undir fátæktarmörkum, þess vegna hefur ekki verið hægt að hækka bætur almannatrygginga og þess vegna er misskipting og gjá milli ríkra og fátækra á Íslandi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.