Offjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu ?

Þegar hvorki samgöngumannvirki, þjónusta, íbúðabyggingar haldast í hendur við fjölgun íbúa, á einu svæði, er þá ekki skýringa að leita í skipulagi atvinnuvega á landsvísu ? Það hlýtur að vera ef meiningin er að byggja Ísland allt. Mikilvægi þess að snúa við fólksflótta utan af landi með til dæmis breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs, hefur reynst þessari ríkisstjórn of erfiður ljár í þúfu og fær því falleinkunn hvað framtíðarsýn varðar til handa voru þjóðfélagi. Það er ekki nóg að dansa fyrir þessar kosningar kring um ákvæði um sameiginlegar auðlindir í stjórnarskrá , halelúja, amen, eins og ekkert sé. Ónei allsendis ekki. Nýlíðun í sjávarútvegi er ENGIN, sama á við um landbúnað þar er nýliðun ENGIN heldur. Ríkisstjórnin þorir ekki að anda á hagsmunasamtök óumbreytanleika núverandi kerfa, af ótta við fylgistap. Svo allt í einu átta menn sig á því að borgarbúar eru að drepa sig á svifryki sökum allt of margra bíla á nagladekkjum á sama svæði landsins í einu í kyrru veðri. Þetta var náttúrulega alveg ómögulegt að reikna út fram í tímann eða hvað ? Nei nei bara byggja endalaust upp á við og út í frá og allir í miðbæinn til og frá einhvern veginn. Fylla Vatnsmýrina af flugvélum og bílum, kanski hægt að byggja bílastæði undir flugvellinum ?????? Bílaferju frá Hafnarfirði yfir í Reykjavík á annatímum ? Skipulagt kaos hefði einhver sagt einhvern tímann. Undirliggjandi vandamál liggur hins vegar með rætur í hinn gamla aðalatvinnuveg Íslendinga fyrst og síðast fiskveiðistjórnarkerfið og skipulagið þar á bæ.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband