Andaktug kyrrðin og suðandi brimhljóðið.

Mikið er maður fljótur að gleyma hve kyrrðin er yndisleg. Komst að því þegar ég þurfti að skreppa austur í sveit, þar sem brimið suðaði í eyrum og vitinn í Dyrhólaey blikkaði vitann á Stórhöfða, líkt og venjulega gegn um árin. Stjörnubjartur himininn með smávegis Norðurljósabandi yfir Jöklinum gerði allt tilkomumeira en ella. Já maður er fljótur að gleyma hvað kyrrð er, en ágætt að fara á svona upprifjunarnámskeið öðru hvoru.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já trúi því. Já segðu ef 1000 hefðu verið á ferð...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.3.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þið eruð farnar að upplifa trillusjómannin í ykkur.

Georg Eiður Arnarson, 8.3.2007 kl. 16:21

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Já ábyggilega he he...

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þegar ég var í sveit upplifði ég miklar þagnir. Kyrrlát náttúran með fuglasöng, vindgnauði á girðingum og háu grasi. Lækir að seytla. Svo skyndilega er þögnin rofin og einhver beljan að míga. Þvílíkur djöfuls hávaði!

Ólafur Þórðarson, 9.3.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband