Ekki má ræða neitt er tengist innflytjendamálum á Íslandi, nema Samfylkingarmenn grípi rasistastimpilinn.
Laugardagur, 7. júní 2014
Það hefur verið mikið að gera hjá Samfylkingarmönnum að virðist varðandi það atriði að hamast með "rasistastimpilinn " hér og þar, vegna umræðu um úthlutun lóðar fyrir mosku í Reykjavík, fyrir síðustu kosningar.
Raunin er sú að sá flokkur hefur nokkuð lengi viðhaft þá venju að stimpla flesta rasista sem dirfast að ræða málefni innflytjenda til landsins, sama hvers eðlis sú hin sama umræða er, það þekkir sú er þetta ritar.
Sú þöggun sem þar er á ferð varðandi þau hin sömu mál, hefur sannarlega ekki verið neinum til góða sem flyst hingað til lands, heldur þvert á móti orðið til þess að skortur á upplýsingum sem og nauðsynlegri ákvarðanatöku um aðbúnað fólks til dæmis á vinnumarkaði, hefur ekki verið sem skyldi.
Ég hef eins og flestir Íslendingar kynnst fólki af erlendu bergi brotnu er flyst hingað til lands, góðu fólki sem auðgar samfélagið, en veit á stundum lítið um sín réttindi sem og samfélagið sem hér er.
Með öðrum orðum við stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag að RÆÐA UM MÁLEFNI INNFLYTJENDA.
Því miður er það svo að meðan þessi umræða er í skotgröfum þeim Samfylkingarmenn hafa einkum og sér í lagi komið henni í með því að stimpla alla umræðu sem " rasisma " þá þróast lítið fram á veg og umræða um málefni innflytjenda verður að pólítisku bitbeini, heimskulegrar þöggunar í voru þjóðfélagi árið 2014.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt en undarleg er hún heiftin sem þessu fylgir hjá rasistastimplurunum. Þeir virka margir sem uppblásnir og úttútnaðir af heilagri heift og vandlætingu (t.d. Illugi Jökulsson, Karl Th., Hallgrímur Helga og fleiri og fleiri) Fróðleg grein sem Vilhjálmur Eyþórsson skrifaði fyrir allmörgum árum um skoðanakúgun vinstrimanna, var þá að ræða um kommúnsimann en kanski hafa þeir fundið sér nýjan átrúnað eftir að hann datt upp fyrir. Mennirnir eru samir þó kenningakerfin hrynji.
bjarni gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.