Blaðurmennskan og skotgrafirnar.

Það er alveg stórkostlegt að fylgjast með þróuninni ef þróun skal kalla í hinni íslensku pólítik nútímans. Hinar ýmsu aðferðir sem notaðar eru og nýttar til þess að vekja athygli á sjálfum sér umfram málefni þau sem teljast til samfélagsverkefna eru hreint og beint sagnfræðilegt verkefni við að fást ef vel er að gáð. Ef ekki er verið að nota fjósaskófluna við að moka skít á andstæðinginn þá er verið að ræða áhuga viðkomandi á afþreyingu svo sem fótbolta og leikurum og keppnum hvers konar þar sem einhvers konar mæling á ágæti millum manna fer fram og menn skipa sér í lið og flokka allra handa líkt og beljur á bása. Þið fyrirgefið ég verð bara að leyfa mér að hafa svolítið gaman að þessu og kíma í kampinn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband