Stærsta auðlind Íslendinga er hafið og lífríki sjávar kring um landið.

Ég hef gagnrýnt málflutning sjálfsskipaðra umhverfisverndarpostula sem farið hafa mikinn á einskorðuðu sviði umræðunnar um þessi mál þ.e sýn þeirra nær ekki út fyrir landssteina á hafið og hafsbotn sjávar og lífríki það sem hulið er sjónum en er eigi að síður matarforðabúr þjóða heims. Þótt bann við veiðum með botnvörpu á hafsbotni hafi nú þegar legið fyrir á borði hjá Sameinuðu þjóðunum hafa Íslendingar ekki virt þá umræðu viðlits sem heitið getur. Sama máli gegnir um aðferðarfræði almennt við fiskveiðar í ljósi árangur kerfis í gangi við uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins þorsksins. Hvar er umhugsun um kóral á hafsbotni sem einungis vex í öldum talið og hvað með óafturkræf áhrifa aðferða þar að lútandi ? Er það sóun að henda fiski í hafið eða er það allt í lagi ? Hve mikið af auðlindum jarðar fer í það að brenna olíu á verksmiðjufiskiskip meðan ekki má veiða á króka og handfæri eins og staðan er hér á landi nú ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband