Almannafé hent á haugana.

Skólahúsnæði, heilsugæslubyggingar, landsfjórðungsjúkrahús, hafnarmannvirki, íbúðarhúsnæði, um land allt sem uppbyggt hefur verið fyrir almannafé í gegnum skatta, varð í einu vetfangi þáttakandi í Hrunadansi , lagasetningar frá Alþingi um heimild til framsals og leigu aflaheimilda í sjávarútvegi á Íslandi. Allt það sem  ALLIR landsmenn höfðu í langan tíma greitt sína skatta til þ.e samfélgsþjónustu fyrir alla landsmenn og sjóðakerfis til íbúðarkaupa, varð á einni nóttu að verðlitlum verðmætum , háðum ákvörðunum útgerðarfyrirtækja um tilfærslu atvinnu í landinu , landshorna milli. Vegna þessarra stjórnvaldsákvarðana á sínum tíma í formi laga , hafa ALLIR landsmenn einnig mátt taka þátt í því  með SKÖTTUM , að endurbyggja þau þjónustumannvirki sem eðli máls samkvæmt þurfti að byggja aftur fyrir sama fólkið , og nú á Suðvesturhorni landsins þangað sem fólkið leitaði til atvinnu eftir atvinnuskort og atvinnumissi úti á landi. Útgerðarfyrirtækjunum var nefnilega ekki gert að greiða gjald fyrir tilfærslu aflaheimilda til samfélagsins í lagafyrirmælum þar að lútandi, það gleymdist. Sökum þess hins arna síðarnefnda hefur all margt breyst í íslensku samfélagi einkum og sér í lagi það atriði að hið opinbera hefur skort fjármuni í formi skatta til þess að endurbyggja SÖMU ÞJÓNUSTU AFTUR , annars staðar fyrir sama landsmann sem flytja þurfti brott eignalaus. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og gamli Alþýðuflokkurinn sem var hluti af Viðeyjarstjórninni BERA ábyrgð á þessu og þvíliku skipulagi mála og í þau spor fennir ekki enn, það er morgunljóst.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband