Málamyndasjónleikur Framsóknarflokksins " auðlindir í stjórnarskrá " ......
Laugardagur, 3. mars 2007
Framsóknarflokkurinn auglýsti " réttlæti í kvótakerfið " með nokkrum frambjóðendum á labbi upp Frakkastíginn að mig minnir í síðustu þingkosningum. Flokkurinn lenti á verðlaunapalli auglýsingafyrirtækja vegna að virðist helst magns auglýsinga. Kvótakerfi sjávarútvegs varð eitt helsta mál síðustu þingkosinga þar sem annmarkar og þjóðhagsleg óhagkvæmni þessa kerfis var dreginn fram af hálfu okkar Frjálslyndra þá. Þessi fjögur ár sem liðinn eru hefur Framsóknarflokkurinn ekki beitt sér fyrir nokkrum einustu breytingum á þessu kerfi sem telja til einnar stærstu auðlinda landsmanna , fiskimiðunum kring um Ísland. Samstarfsflokkurinn í rikisstjórn var með tillögur um línuívilnun sem öllu átti að bjarga en hefur ekki farið mjög hátt þar sem stórútgerðin var ekki sátt við slíkt.
Það er til lítils að setja ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá ef framkvæmd gildandi laga sem taka mið af stjórnarskrá um nánari útfærslu í lagafyrirmælum eru ekki í raun virt í praxís. Það stendur nefnilega í Lögum um stjórn fiskveiða fyrsta kafla að
" Nytjastofnar Íslandsmiðum eru, sameign íslensku þjóðarinnar "
Mjög einföld setning , auðskiljanleg og skýr.
Í sama kafla laganna segir einnig að " Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum , myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir aflaheimildum "
Það skyldi þó aldrei vera að það þyrfti að setja á fót Stjórnlagadómsstól sem farið gæti ofan í saumana á lagasetningu og framkvæmd hennar ?
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.