Trúin og lífið.

Rakst á gamlan kveðskap í skúffunni.

 

 Það er oss hugarefni,

 hvort hlúum við að trú,

 hvort náum eða sjáum,

 nauðsyn þessa nú.

 

Þótt ryðjir braut með rökum,

reyndar færð ei séð,

þann kraft er æðri máttur

öllum oss fær léð.

 

Þegar glys og glaumur

gleymist þér um stund,

þá mun hjartað  leita

enn á nýja grund.

 

Þú getur alltaf beðið,

því bænir eru von.

Von um allt hið góða,

trú á Krist Guðs son.

 

Trúin á hið góða,

er trú á sjálfan þig,

trú á tilgang alls sem er,

lifir, hrærist, lífs um stig.

 

Ef lítur yfir líf þitt

og lætur hugann reika,

sérðu að vegir sannleikans,

sífellt sköpum skeika.

 

Því sannleikur er gullið

sem gefur hver af sér,

sálarinnar fjársjóður,

er sigrar þar og hér. 

 

Gmo. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband