Framtíðarsýn þarf að ná lengur en til fjögurra ára í senn.

Meira og minna hefur það einkennt íslensk stjórnmál og ákvarðanatöku sitjandi stjórnvaldsaðila að hvers konar ákvarðanir afmarkast meira og minna við ákveðinn árangur á fjórum árum, punktur....  Allt tekið til endurskoðunar og stokkað upp með allra handa kostnaðarsömum umbreytingum komið á fót hér og þar svona til málamynda sem síðan skortir svo og svo mikið fjármagn í til þess að tilgangurinn helgi meðalið. Átti Ísland ekki að vera fíkniefnalaust árið 2000 ? Mig minnir það. Jafnframt minnir mig að lax, refa og minkaeldi hafi einhvern tímann átt að bjarga íslenskum landbúnaði þar sem hver um annan þveran var ekki maður með mönnum nema væri í slikum rekstri í búskap. Eitthvað var nú um gjaldþrot upp úr þessu ævintýri. Vanda sjávarútvegsins var sópað undir teppið á sínum tíma að sögn einhvers söguskýranda, en nú hefur honum verið sópað upp á borðið þar sem hann varð verslunarvara á markaðstorgi tækifæranna í braski með veiðiheimildir, sjómenn gerðir að leiguliðum og landsbyggðin lögð í rúst. Datt einhverjum í hug að umhverfisvænar veiðar á línu og handfæri kynnu í framtíðinni að verða verðmetnar umfram nógu mikið magn af fiski með nógu stórvirkum tólum og tækjum til veiða, alltaf , alls staðar ? Skammtímagróðahyggjan er alls staðar á ferð og akkorðshugsunin og hamagangurinn við að gera sem mest á sem skemmstum tíma því innbyggður í þjóðfélagið, án umhugsunar um afleiðingar aðferðafræðinnar sem slíkrar.

"
Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sézt ei hvað er nýtt "  sagði Einar Ben , forðum, og það eru orð að sönnu enn þann dag í dag.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband