Samfylkingin gjaldfellir málflutning sinn í þinginu.

Það er afar leiðinlegt þegar slík atvik koma upp á þjóðþingi Íslendinga að málflutning þingmanna sé ekki hægt að bera fram fyrir börn í uppvexti eins og virðist eiga við í þessu tilviki.

Jafnframt er hér um að ræða varaformann stjórnmálaflokksins Samfylkingarinnar sem gjaldfellir allan málflutning flokksins, hvers eðlis sem er.

Ef ég hefi skilið rétt er sá hinn sami flokkur ekki tilbúinn til þess að ræða efnislega skýrslu Hagfræðistofnunar þess efnis að engar varanlegar undanþágur fáist fyrir Ísland  við aðild að Evrópusambandinu sem flestir vissu nú að væri raunin sem hafa kynnt sér málin.

Samfylkingin var eigi að síður afar dugleg við það að telja landsmönnum trú um hina ýmsu möguleika þess efnis að fá undanþágur frá skilyrðum sambandsins á síðasta kjörtímabili eftir að umsókn var send inn án þess að kanna þjóðarvilja til þess hins sama.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Kallaði ráðherra „helvítis dóna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband