Evrópusambandspólítíkin og sannleikurinn.

Hversu margir fulltrúar fyrrverandi ríkisstjórnarflokka, töldu landsmönnum trú um það að við Íslendingar gætum fengið undanþágur frá stefnu Evrópusambandsins í hinum ýmsu málum ?

Hvað olli því að vitneskja um það að aðildarríki fengju ekki neitt nema tímabundnar undanþágur sem var fyrir hendi á þeim tíma, var ekki meðferðis í þeim hinum sama málflutningi ?

Skyldi það ekki vera ágætt dæmi um hráskinnaleik pólítikur sem og lýðræðisleysi að einn stjórnmálaflokkur sem hefur það á stefnuskrá að ganga í Evrópusambandið sama hvað tautar og raular skuli hafa getað fengið annan flokk sem var andvígur aðild með sér í stjórnarsamstarf með þeim skilyrðum að sá hinn sami tæki þátt í því afdalalýðræði að koma Evrópusambandsumsókn gengum þingið án þess að spyrja þjóðina álits í því efni ?

Samstarfið varðandi þau hin sömu mál í þeirri ríkisstjórn var síðan heil ópera af hinum ýmsu uppákomum.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Ísland gat ekki stytt sér leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband