Sannarlega er breytinga þörf.
Þriðjudagur, 18. febrúar 2014
Ég fagna því mjög að sjá yfirsýn félagsmálaráðherra yfir þann málaflokk sem hér um ræðir, þar sem ég er innilega sammála henni um að gagngerra kerfisbreytinga sé þörf.
Skortur á þjónustu sem og samhæfingu aðila allra er vinna eiga að hagsmunum eins og sama einstaklings með tvígreindan sjúkdóm s.s geðræn vandamál og fíkn er alvarlegur hér á landi, og raunveruleg meðferðarúrræði virðast ekki fyrir hendi fyrr en viðkomandi hefur rekist á umhverfi sitt með afgerandi hætti, á einhvern handanna máta.
Tilraunir til þess að fela einkaaðilum þjónustu varðandi meðferðarúrræði í formi styrkja frá ríkinu er eitthvað sem því miður hefur þannig verið úr garði gert að eftirlit og yfirsýn samasem ábyrgð fylgir ekki verkefninu s.s það atriði að barnavernd veit ekki af þvi að einstaklingar undir lögaldri gangi út úr meðferð á Vogi........ kanski sama daginn og viðkomandi kom þangað inn þar sem ekki er samstarf á milli þeirra hinna sömu aðila, eða þannig var það alla vega......, þegar ég þekkti til í því efni.
Barn greint með geðrænan kvilla sem ekki fékk þjónustu á Bugl, og geðdeildir fullorðinna urðu að vista í neyð, varð að meðtaka það að þar var ekki sama þjónusta sökum þess að barnið mátti ekki vera meðal fullorðinna.
Þjónusta á Bugl kom loks til sögu ekki vegna þess að barnaverndaryfirvöld hefðu áorkað slíku heldur var það Lögreglan sem fór með barnið á Bugl þegar móðirin var úrvinda af þreytu á sínum tíma og kom þá loks til sögu innlögn, þeim góðu mönnum sem þar komu til sögu má lengi þakka, þar sem loks var raunveruleg meðferð varðandi vanda við að etja fékk meðferð aðila sem höfðu sérþekkingu á slíku.
Síðan hefur vissulega mikið vatn runnið til sjávar og reynsla og upplifun mín sem aðstandanda einstaklings með vanda sem slíkan við etja sem og tökum kerfisins á því hinu sama á hverjum tima, er eitthvað sem varla er hægt að skilgreina lengur.
Eigi að síður veit ég það nú í dag sem ég aldrei hefði samþykkt fyrir rúmum hálfum áratug að afglæpavæðing varðandi canabis er eitthvað sem einungis er tímaspursmál hvenær yfirvöld koma til með að skoða alvarlega, hvað varðar kostnað við löggæslu í landinu frá a- ö.
Neysluna ætti nefnilega að færa inn á heilbrigðissviðið þar sem sjúkir fíklar gætu fengið sína skammta í apótekum, þar sem yfirsýn yfir vandamálið yrði til staðar, sem aftur myndi aftengja undirheimastarssemi að stórum hluta til og minnka umfangið.
Heilbrigðissviðið sem og félagsmálayfirvöld þurfa hins vegar að vera þess umkomin að taka á vanda þeirra sem eru alvarlega veikir, þar sem úrræði þurfa að haldast í hendur hjá hvoru kerfi fyrir sig.
kv.Guðrún María.
Ungmennum í vanda veitt aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.