Heilsan og bætiefnin.
Þriðjudagur, 11. febrúar 2014
Undanfarnar vikur hefi ég lesið og lesið og lesið ýmsan fróðleik sem finna má á netinu um efnafræðilegan skort á bætiefnum hinum ýmsu sem hugsanlega kunna að orsaka hina ýmsu kvilla sem hrjá okkur mannfólkið.
Sá lestur hefur aukið mér fróðleik, þar sem ég hefi hvoru tveggja kynnt mér, annars vegar fróðleik óhefðbundinna lækninga ásamt læknisfræðilegum skýringum.
Ástæðan var sú að ég uppskar sveppasýkingu í meltingarfæri m.a, í fyrsta skipti á ævinni, eftir inntöku pensillíns, en ég tók ekki inn AB mjólk meðferðis eins og ég hefi stundum gert vegna þess að ég hefi verið að upplifa mjólkuróþol um nokkurt skeið og því sneitt hjá mjólkurvörum, en þess má geta að þessa tegund af pensillíni hafði ég ekki áður tekið inn.
Allt þetta vesen var viðbót við axlarbrot og tilheyrandi stoðkerfisvandamál sem voru þó nægileg fyrir og ég er að vinna í sífellt í sjúkraþjálfun.
Eftir þennan lestur um hinn ýmsa fróðleik um krankleik og bætiefnaskort sem og allra handa mögulega sjúkdóma virðist það vera að það er að æra óstöðugan að ætla sér að reyna að fara eftir öllu sem maður les um það sem " maður ætti að taka inn til þess að bæta heilsuna " EN hins vegar tel ég að vort heilbrigðiskerfi mætti innihalda meira af mælingum um það hvaða efnaskortur kann hugsanlega að hrjá manninn, ekki hvað síst er aldur færist yfir sem og áhrif mataræðis og gerlaflóru í líkamanum á almennt heilbrigði.
Það eru jú meltingarfærin sem þurfa að virka sem skyldi til þess að vinna efni úr fæðunni. og fæðan þarf að innihalda þau nauðsynlegu efni sem líkaminn þarf.
Til þess að meltingarfærin starfi eðlilega þarf líkaminn jafnframt, alla þá mögulegu hreyfingu sem hver getur áorkað, það skiptir miklu máli.
Það atriði að ganga þótt maður geti ekki hlaupið skiptir miklu máli við að halda vöðvum líkamans starfhæfum, þar sem allt vinnur saman til hjálpar og ganga hvern dag er eitthvað sem endalaust skyldi leggja áherslu á.
Að lokum fræðsla og lestur um heilbrigði almennt sem og það sem hrjáir hvern á hverjum tíma er vitneskja sem nýtist til þess að reyna að feta veg skynsemi við inntöku bætiefna hvers konar, þar sem ég vildi sjá fleiri mæla þörf einstaklinga fyrir slíkt, með það að markmiði að koma í veg fyrir sjúkdóma sem bætiefnaskortur kann að orsaka.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.