Sjóðfélagar lífeyrissjóða og fyrirtækjabrask sjóðanna.

Samstaða okkar Íslendinga um sjálfsagt og eðlilegt lýðræði svo sem aðkomu sjóðfélaga að fjárfestingum lífeyrissjóða í atvinnurekstri er eitthvað sem ekki hefur komist á koppinn, frekar en það afdalalýðræði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða sem síðan fjárfesta í atvinnurekstri þar sem sömu aðilar og skipa í stjórnirnar semja við um kaup og kjör.

Með ólíkindum er að enginn skuli hafa verið þess umkominn á Alþingi Íslendinga að breyta svo sem stafkrók um starfssemi félaga á vinnumarkaði að virðist að hræðslu við að rugga bát of stórra hagsmunahópa.

Það tókst þó að lauma því inn í lög að sjóðunum væri heimilt að skerða greiðslur til sjóðfélag ef hinir sömu uppfylltu ekki ávöxtunarkröfu um hagnað ár hvert, burtséð frá fjárfestingum allra handa. 

Oftar en ekki eru gamlir formenn verkalýðsfélaga skipaðir í stjórnir  lífeyrissjóða í stað þess að hreinlega að fela óháðum fjármálafyrirtækjum alfarið umsýslu sjóðanna og framkvæmd.

 

Eftir hrunið hér á landi var stofnaður Framtakssjóður sem lífeyrissjóðirnir lögðu fé í til fjárfestinga í íslensku atvinnulífi, án þess að spyrja sjóðfélaga sem þó höfðu greitt iðgjöld í sjóði þessa.

Fjárfestinga þar sem hin og þessi stórfyrirtæki eru nú í rekstri þar sem fé sjóðanna hefur verið lagt í en hinn almenni verkamaður hjá þessum fyrirtækjum má koma og fara á lélegum launum, meðan nokkrir forstjórar og yfirmenn fá kaupauka allra handa.

Þvílík og önnur eins della er vandfundin er því miður þetta er í boði verkalýðsfélagnna í landinu sem

SKIPA Í STJÓRNIR LÍFEYRISSJÓÐANNA, eins og ég hef sagt þúsund sinnum í ræðu og riti um þessi mál á umliðnum árum.

Raunin er sú að hagsmunabandalag verkalýðsfélaga versus lífeyrissjóða er orðið ríki í ríkinu sem vill ráða sér sjálft og aðeins örfáir aðilar taka ákvarðanir, meira og minna beintengdir hver öðrum.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband