Kvótabraskið var kallað " góðæri " !

Þensla og hamagangur í peningaviðskiptum manna í milli var nefnt ´" góðæri " af hálfu sitjandi stjórnvalda en alveg steingleymdist að skattleggja braskið þannig að góð ráð voru dýr . Lífeyrissjóðirnir höfðu rokið til og fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjunum á hlutabréfamarkaði og hvað var síðan gert jú skattleysismörk almennings fryst, við lúsarlaun, allt fram til síðustu áramóta nota bene, 2007 , þar sem samráðsaðilar voru ríkisstjórn og verkalýðshreyfing þessa lands sem skipar enn menn í stjórnir lífeyrissjóðina sem eins og áður sagði hlupu til með fjárfestingar í sjávarútegsfyritækjum, með brask með óveiddan fisk úr sjó. Fólkið á landsbyggðinni mátti lúta allt að því eignaupptöku af eigum sínum og tilneytt til brottflutnings til atvinnu sem aftur þýddi álag á sveitarfélög á Reykjavíkursvæðinu þar sem ekki tókst að byggja upp þjónustu í samræmi við þarfir eðli máls samkvæmt. Útgerðarmenn sem fengið höfðu úthlutað veiðiheimildum á grundvelli þriggja ára veiðireynslu gátu keypt upp smærri fyrirtæki í erfileikum og afskrifað tap þeirra sér til handa samkvæmt skattalögum gildandi. Verslað með réttindin til fiskveiða frá einu landshorni á annað fram og til baka að vild án gjaldtöku nokkurs konar á kostnað annara þegna þessa samfélags.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband