Alþingi Íslendinga þarf að leiðrétta mestu stjórnmálamistök síðustu aldar.
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Lögleiðing framsals aflaheimilda í sjávarútvegi þ.e. heimild til ókeypis braskumsýslu með óveiddan fisk úr sjó, með þáttöku fjármálafyrirtækja sem veðsetningu, við upphaf hins nýfædda hlutabréfamarkaðar hér á landi eru og verða mestu mistök allrar síðustu aldar af hálfu sitjandi stjórnmálamanna er tóku þátt í þeim. Þess vegna þegja allir flokkar nema Frjálslyndi flokkurinn um þessi mál. Þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson hvarf af þingi og var gerður að sendiherrra í útlöndum, en hann var sá maður sem bar ábyrgð sem ráðhra á þessari lagabreytingu. Samtíða honum í þeirri ríkisstjórn var meðal annars annar maður sem einnig hvarf á brott og var gerður að sendiherra Jón Baldvin Hannibalsson og sama máli gilti um fyrrverandi forystumann stjórnarandstöðu á þeim tíma Svavar Gestsson sem einnig var gerður að sendiherra. Tilraunavandræði vinstri manna til sameiningar á vinstri væng stjórnmálanna hafa gert það að verkum að þeir hinir sömu hafa varla haft skoðun á þessu mikla hagsmunamáli Íslendinga sem heitið getur af ótta við að styggja peningaöflin að virðist og Steingrímur valið þann kost að vaða elginn í umhverfismálum gegn virkjanaframkvæmdum með vatnsafli án skoðunar á þessu annars mesta óréttlætismáli til handa Íslendingum fyrr og síðar. Eini flokkurinn með skoðun á umbreytingu er Frjálslyndi flokkurinn og hann er ekki hluti af ákvarðanatöku á þingi um þessa misviturlegu framkvæmd mála en leggur til breytingar á kerfinu sem koma munu þjóðinni allri að gagni til framtíðar, ekki aðeins hluta hennar .
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.