Ofbeldi er ömurleg upplifun.

Að verða fyrir ofbeldi þess sem hefur afl ofar þínu eigin, er ömurleg lífsreynsla sem kallar fram vanmátt viðkomandi, kvíða og ótta um aðstæður alllar.

Sú er þetta ritar hefur upplifað slíkt og óskar engum að lenda í slíku, en hér á landi hafa tímar breyst með árum sem líða og aukin vitneskja um umfang ofbeldis í samfélaginu hefur aukið skilning  aðila er koma að málum, og Kvennaathvarf er nú í dag til í höfuðborginni sem hjálpar mörgum konum til þess að brjóta sig út úr mynstri langvarandi ofbeldis.

Að mínu viti skortir hins vegar enn staðbundna aðkomu áfallahjálpar til handa þolendum ofbeldis hvar sem er á landinu , einnig í höfuðborginni, þ.e að viðkomandi fái viðtal og úrvinnslu úr slíkum aðstæðum strax og þurfi ekki að leita eftir slíku síðar á biðlistum til sálfræðinga.

Það er nefnilega jafn alvarlegt að lenda í líkamsárás og að vera í langferðabifreið sem fer á hliðina út af akvegi að mínu áliti. 

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband