Skortur á samráði í Reykjavík ?

Ég átti leið um þetta svæði um daginn og það skal viðurkennt að ég varð orðlaus, það sem mönnum getur nú dottið í hug og það á stað þar sem allsendis er ekki hægt að segja að beinlínis sé greiðfært um bílaumferð, þ.e fremur þröng gata.

Svo virðist sem íbúar komi af fjöllum og samráð sé lítið sem ekki neitt um þessar framkvæmdir, hvað veldur ?

Hvað hefur orðið af öllum skipulagsformúlunum og hinu virka íbúalýðræði ?

Á hinn bóginn er það afskaplega jákvætt að útbúa hjólreiðastíga, EN var ekki hægt að lengja gangstéttina út á götuna og laga hana í leiðinni sem mér sýnist nú full þörf á, og marka línu í miðjuna milli gangandi fólks og hjólandi ?

Væntanlega mun þessi framkvæmd lúta endurskoðun, en síendurteknar framkvæmdir í sama verkinu kosta fjármuni af skattfé borgaranna og því skyldi það atriði meðferðis við hugmyndir sem slíkar.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Næstum hver einasti skrifar undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband