Um daginn og veginn.

Það er góð tilfinning að hafa komið sér fyrir á nýjum stað og vera búin að koma öllu fyrir þar sem það á að vera. 

Mér líður vel hér á Selfossi, og nú hefi ég fengið einn nýjan sjúkraþjálfara í viðbót í mínu ferli til þess að reyna að fá ögn betri heilsu, list vel á hann og vona eins og áður að kanski geti ég orðið aðeins betri með tímanum,  ég vona það.

Skrapp í bíltúr niður á Eyrarbakka í dag og það var unun að sjá hin gömu hús sem prýða staðinn.

Sagan hvefldist gegnum huga manns þar sem frásagnir af ferðalögum forfeðranna undir Eyjafjöllum í hestaferðum til verslunar út á Eyrarbakka, að öllum líkindum á tíma sem þau hin sömu hús sem þar eru nú voru þá til staðar.

Ekki var síðra að sjá bændur í heyskap á leiðinni suður eftir í dag, þar var sumartilfinningin fullkomin fyrir gamla bóndadóttur úr sveit.

Á morgun er Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka með margvislegum uppákomum, en hátíð á þessum tíma er sannarlega gott framtak hjá þeim hinum sömu sem verið hefur við lýði um nokkur ár og það að fagna á þessum tíma miðju sumri þegar sól er í hámarki líkt og Svíar gera til dæmis með Midsommar er svo innilega eðlilegt og mætti þessi háttur festast í sessi víðar um land.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband