Þessa umræðu skortir á Íslandi, en hún er þjóðhagslega þörf.

Fordómarnir gagnvart geðsjúkdómum gera það að verkum að menn veigra sér við því að gagnrýna þann hinn sama þátt hvað varðar lækningar, notkun lyfja og almennt málið í heild.

Eigi að síður er hér um að ræða kostnað samfélaga um víða veröld á heilbrigðissviðum við notkun lyfja í þessum málaflokki þar sem samkvæmt þessari frétt er það svo að greiningar á geðsjúkdómum virðast hafa verið útvíkkaðar svo mjög að um það bil 90 % allra eiga að teljast ganga með sjúkdóma sem slíka...............

Þá kemur það að þerri spurningu um tengsl lækna við lyfjafyrirtækin og hvort virkilega sé svo illa komið að við getum ekki treyst á það að vísindi og þekking á hverjum tíma sé ekki undir hagnaðarhvata eða þrýstingi þegar kemur að upplýsingum hvers konar.

Lyf eru vissulega nauðsynleg að ákveðnu marki, EN, EN, EN, það skyldi ætíð til hagsbóta en ekki að óþörfu og EKKI á kostnað þess að vinna hin mannlegu störf sem lúta að úrvinnslu sjúkdóma og meðferð hvers konar.

Geðlæknar eru ekki Guð almáttugur frekar en aðrir læknar og mega alveg þola gagnrýni og aðhald frá kollegum og öðrum við lyfjaávísanir en sannarlega væri það betur að kosta nauðsynleg meðferðarúrræði fyrir fólk í þessum vanda en að ausa lyfjum á lyfjum ofan sem kosta meira en mannleg aðkoma að málum sjúklinga, þegar upp er staðið þjóðhagslega á alla lund.

Ég skora á nýjan heilbrigðisráðherra að standa fyrir Málþingi um þessi mál, það er þarft.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


mbl.is Ákveðið hvað sé eðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband