Varðstaða um frelsi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Ræða forsætisráðherra var góð þar sem seint verður of oft kveðið, hversu mikilvægt það er fyrir eina þjóð að hafa fullveldi og sjálfstæði til eigin athafna.

Barátta okkar Íslendinga úr torfkofum í steinsteypt hús hefur sannarlega kostað okkur atorku gegnum tíð og tíma, en það er eitt sem gildir nú sem endranær í hvers konar baráttu fyrir betri hagsmunum einnar þjóðar og það er samvinna um heildarhagsmuni, samvinna þar sem lýðræðislegar forsendur kjörinna fulltrúa á Alþingi Íslendinga hverju sinni skyldu ætíð ráða ferð.

Samvinna þar sem skynsamlegar forsendur mála allra eru meðferðis í úrlausnunum hinum mörgu hverju sinni.

Saman stöndum vér, sundraðir föllum vér, svo er og hefur verið öllum stundum.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, hér er alvöru varðstaða um hag þjóðarinnar: http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald

H (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband